Hobbíhús

Fullsmíðuð 15 fm. hobbúhús, óskráningarskylt og tilbúin til flutnings

Golfbílahús – Garðhús – Gestahús eða eitthvað allt annað.

Við smíðum smáhýsi eftir pöntunum til ýmissa nota. Við getum afhent húsin á því byggingarstigi sem óskað er eftir. Stærð, lögun, klæðning, hurðar, gluggar og fleira fer eftir óskum kaupanda. Húsin eru rammgerð, byggð úr fyrsta flokks efni fyrir íslenskar aðstæður og munu endast um ókomna tíð. Húsin eru smíðuð í Reykjavík af reyndum smiðum og síðan flutt samsett og tilbúin til niðursetningar á áfangastað.

Við gerum þér tilboð í hús eins og þú vilt hafa það. Við getum aðstoða þig frá upphafi til enda og svarað spurningum sem kunna að vakna, eins og t.d. um byggingareglugerðir, teikningar, leyfi, efni, niðursetningu, verðsamanburð og fl.

Að Viðarhöfða stendur fullbúið sýningarhús sem er 15 fm. óskráningarskylt golfbílahús sem staðsetja má utan byggingarreits. Húsið er með rafmagni, inniljósum, útiljósum, ofni, golfdúk, hallandi þaki og álklæðningu. Það er fullsmíðað og tilbúið til niðursetningar.

Húsið er klætt að utan með dökkgrárri álklæðningu frá Áltak. Hvít bílskúrshurð með gluggum að framan og inngangshurð með glugga á langvegg. Tvö útiljós. Að innan er húsið allt klætt með rakavörðum spónarplötum og veggir málaðir hvítir. Vatnsheldur dúkur er á gólfum. Rafmagn hefur verið lagt í húsið. Innandyra er ofn og tvö inniljós. Rafmagn er utanáliggjandi.

Verð 3.900.000 kr. með vsk

Verð á fm. 260.000 kr. með vsk

Sýningarhúsið er klætt með áli sem er töluvert dýrara en tréklæðning. Einnig eru gluggar í bílskúrshurð og inngangshurð. Gólf eru fullbúin með vatnsheldum vínildúki en ef sambærilegt hús á að standa á steyptum grunni breytast forsendur.

Teikningar

Hugmyndir að útfærslu

Hugmynd 1

15 fm Hobbí hús frá Hús í hús með hallandi þaki og bandsagaðri furuklæðningu, málað að ósk kaupanda. Fokhelt að innan, óeinangrað með trégólfi, bílskúrshurð og inngangshurð án glugga.

Verðhugmynd 2.900.000 kr. með vsk

Verð á fm. 193.333 kr. með vsk

Hugmynd 2

15 fm Hobbí hús frá Hús í hús með hallandi þaki og bandsagaðri furuklæðningu, málað að ósk kaupanda. Einangrað loft, gólf og veggir. Rakavarðar spónaplötur í loftum á innveggjum og í gólfi. Veggir og loft grunnað og málað. Bílskúrshurð og inngangshurð án glugga.

Verðhugmynd 3.400.000 kr. með vsk

Verð á fm. 226.667 kr. með vsk

Verðhugmyndir byggja á skilalýsingu og efnisvali sýningarhúss en í þessum dæmum eru húsin klædd með bandsagaðri furu í stað álbáru. Rafmagn, ljós og gólfdúkur er ekki innifalið í þessum dæmum.

Það skal vanda sem lengi á að standa